- Advertisement -

Sitthvað er Kristján Vilhelmsson og Samherji

Mér vitanlega hefur fyrirtækið Samherji ekki komið nálægt miðbænum á Selfossi.

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður og varabæjarfulltrúi í Árborg, skrifar grein um miðbæinn á Selfossi, Eyþór Arnalds, Dóru Björt Guðjónsdóttur, Kristján Vilhelmsson, annan aðaleiganda Samherja og svo um Samherja.

Grein Álfheiðar er svona:

„Íbúakosningar sem haldnar voru í Árborg í ágúst 2018 um nýtt aðalskipulag og deiliskipulag miðbæjarins á Selfossi voru afar merkilegar. Núv. meirihluti bæjarstjórnar hafði áður samþykkt að niðurstöður íbúakosninganna yrðu bindandi. Svo fór að skipulagstillögurnar voru samþykktar í íbúakosningunni. Í kjölfarið samþykkti ég tillögurnar í bæjarstjórn, þvert gegn eigin sannfæringu.  Ég talaði gegn skipulagstillögunum og kaus gegn þeim í íbúakosningunum af ýmsum ástæðum. En ég trúi á íbúalýðræði, ég er auðmjúkur þjónn allra íbúa í Árborg og fór því eftir vilja þeirra sem endurspeglaðist í niðurstöðum kosninganna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…ári eftir að Eyþór Arnalds hverfur úr stjórn sveitarfélagsins.

Ég er stolt af þessum íbúakosningum, ég er stolt af því að vera hluti af bæjarstjórnarmeirihluta sem ákvað að niðurstöður íbúakosninganna yrðu bindandi. Það væri óskandi að önnur yfirvöld í þessu landi færu eftir lýðræðislegum vilja kjósenda (nýja stjórnarskrá takk fyrir).

Íbúakosningarnar voru hvorki vafasamar né keyptar. Það er rangt. Þó er bagalegt að stuðst hafi verið við ódrengilega kynningu á verkefninu í aðdraganda kosninganna, sem sektað var fyrir vegna brota á upplýsingarétti almennings. Áróðursstríð eru hvimleiður hluti af lýðræðinu og ójöfn fjárhagsstaða þátttakenda skekkir oft leika. Ég tel þó umrædda kynningu, sem Sigtún þróunarfélag keypti á Hringbraut, ekki hafa riðið baggamuninn.

Aðaleigendur Sigtúns þróunarfélags sem stendur að uppbyggingu miðbæjarins eru Leó Árnason og Kristján Vilhelmsson, einn aðaleigandi Samherja. Ég geri greinarmun á fyrirtækinu Samherja og einstaklingnum Kristjáni Vilhelmssyni og lái mér hver sem vill. Mér vitanlega hefur fyrirtækið Samherji ekki komið nálægt miðbænum á Selfossi eða staðið í lóðakaupum í Árborg.

Við Píratar höldum áfram og endalaust að berjast gegn spillingu.

Skipulagstillögurnar og hugmyndir Sigtúns þróunarfélags komu fyrst inn á borð bæjarstjórnar í Árborg árið 2015, ári eftir að Eyþór Arnalds hverfur úr stjórn sveitarfélagsins. Skipulag og hugmyndir sem Eyþór vann að og talaði fyrir voru aðrar en þær sem kosið var um 2018. Það er margt gagnrýnisvert við almennt verklag skipulagsmála sveitarfélaga og þá sérstaklega aðkomu einkafyrirtækja að þeim. Það er margt sem hefði betur mátt fara í málatilbúnaði og undirbúningi að uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. En sú gagnrýni tengist viðskiptum Eyþórs og Samherja ekki neitt.

Ég styð Dóru Björtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, í baráttu hennar fyrir því að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geri fyllilega grein fyrir fjármálum sínum og viðskiptum. Stjórnmál og viðskipti fara illa saman. Traust og trúverðugleiki kjörinna fulltrúa verður að vera hafinn yfir allan vafa. Það er enn spurningum ósvarað um viðskipti Eyþórs og Samherja.

Við Píratar höldum áfram og endalaust að berjast gegn spillingu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: