Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar:
Ríkisstjórnin segir lækkun á tímabundnum álagsgreiðslum til hjúkrunarfræðinga hafa verið óheppilega! Það er vægt til orða tekið. Orðið óheppilegt nær einfaldlega ekki utan um þann gjörning. Þetta er ekkert annað en ævintýralegt sinnuleysi hjá ráðherrum stjórnarinnar.
Það er auðvitað ekki mikil reisn yfir ríkisstjórninni að semja ekki við hjúkrunarfræðinga, sérstaklega við þær aðstæður sem nú eru. En fyrst svo er hefði ráðherrum þó verið í lófa lagið að framlengja að minnsta kosti þessar tímabundnu álagsgreiðslur meðan þetta erfiða ástand stendur yfir. Þegar reynir ótæpilega á hryggjarstykkið í heilbrigðisþjónustunni.
Einhverjir hefðu sagt „svona gera menn ekki“. Og það með réttu!