Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, skrifaði:
„Ýmislegt bendir til þess að vistunartími leikskólabarna kunni að vera lengstur í hverfum þar sem velmegun er mest, hús dýrust og tekjur hæstar. Hér er hugmynd: Vinnið aðeins minna ef þið hafið tök á því og fáið ykkur jafnvel aðeins ódýrara hús. Eyðið tímanum sem þannig vinnst með börnunum ykkar. Það þarf samveru til að að gera hús að heimili – og jafnvel ódýrt heimili er þúsundfalt betri staður fyrir börn en rándýrt hús.“