- Advertisement -

Símtal úr Skagafirði

Sæll Sigurjón. Það er ekki rétt að fjalla um skagfirska efnahagssvæði af léttúð. Mjög nærri þessu byrjaði maður símtal sem hann átti við mig fyrir ekki svo mörgum árum. Tilefni þess að hann hringdi var að ég hafði, að honum fannst, talað um skagfirska efnahagssvæði af full mikill léttúð.

Honum var alvara. Hann sagði mér þá nýlega sögu. Sem rifjaðist upp þegar ég horfði á myndina Héraðið í gærkvöld.

Sagan var á þessa leið. Nágranni mannsins hafði ráðist í miklar endurbætur á íbúðarhúsi sínu. Það sáu allir og vissu allir. Húseigandinn hafði keypt það sem þurfti af Kaupfélaginu. Eins og menn oftast gera þar í sveit.

Svo er hringt í hann frá Kaupfélaginu og honum tilkynnt að parket sé nú til í versluninni. Híseigandinn hafði séð auglýsingu í Mogganum þar sem verslunin Egill Árnason auglýsti tilboði á parketi. Hann lét tilfallast og keypti parket frá Agli Árnasyni.

Þegar hann sagði fulltrúa Kaupfélagsins að hann væri búinn að kaupa parket, hváði fulltrúinn við og spurði: Keyptir þú parket úr Reykjavík? Já, það hafði húseigandinn gert.

Fulltrúi Kaupfélagsins sagði þá: Þú veist hvar synir þínir vinna? Já, það vissi húseigandinn. Báðir synir hans unnu hjá Kaupfélaginu. Hótunin var augljós.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: