Kurteis kona hringdi til mín. Sagðist vera að hringja fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna kosninganna.
Ég sagði henni að þetta væri tilgangslaust. Ég muni aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Hún reyndi aðeins í freistingu þess að fá mig til að skipta um skoðun.
Eftir nokkrar sekúndur sagði ég henni sem er, að ég er bróðir Gunnars Smára.
Hún benti mér á að ég væri skráður í Sjálfstæðisflokkinn.
Ég játti því.
Þá benti hún mér á hvernig ég geti sagt mig úr flokknum á heimasíðunni, xd.is.
Ég hef ekki enn sagt mig úr Sjálfstæðisflokknum, ekki frekar en Framsókn og Samfylkingu. Eftir fagnaðardans Katrínar á sviði Nató sagði ég mig úr Vinstri grænum. Ég er líka í Sósíalistaflokknum.
-sme