Ljósmynd: Vísir.

Mannlíf

Símtal frá Sjálfstæðisflokki

By Miðjan

September 06, 2021

Kurteis kona hringdi til mín. Sagðist vera að hringja fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna kosninganna.

Ég sagði henni að þetta væri tilgangslaust. Ég muni aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Hún reyndi aðeins í freistingu þess að fá mig til að skipta um skoðun.

Eftir nokkrar sekúndur sagði ég henni sem er, að ég er bróðir Gunnars Smára.

Hún benti mér á að ég væri skráður í Sjálfstæðisflokkinn.

Ég játti því.

Þá benti hún mér á hvernig ég geti sagt mig úr flokknum á heimasíðunni, xd.is.

Ég hef ekki enn sagt mig úr Sjálfstæðisflokknum, ekki frekar en Framsókn og Samfylkingu. Eftir fagnaðardans Katrínar á sviði Nató sagði ég mig úr Vinstri grænum. Ég er líka í Sósíalistaflokknum.

-sme