- Advertisement -

Simmi með öngulinn í rassinum

Yfirlýst markmið Sigmunar Davíðs og félaga hans í Miðflokki voru að veiða tvo af þingmönnum Flokks fólksins yfir í Miðflokkinn.

Snemma á fundinum var bráðinni, Karli Gauta og Ólafi, lofað að kæmu þeir yfir í Miðflokkinn yrðu staðið við bak þeirra um alla eilífð. Þannig fóstbræðralag tíðkast innan Miðflokksins, að sögn formanns þess fólks á annarra fundargesta.

Þingmenn flokksins hans lofuðu hann og dýrkuðu og margsögðu að hann væri svo góður maður. Gerðu allt sem þeir gátu til að telja Karli Gauta og Ólaf til að ganga í flokkinn.

Gylliboðin voru sem sagt ekki spöruð. Hægt og bítandi æstist leikurinn eins og við vitum. Allt fór úr böndunum. Bráðin beit ekki á öngulinn. Eftir situr Miðflokkurinn í tómu klúðri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í stað þess að tveir þingmenn gengju til liðs við sex manna þingflokkinn eru nú fjórir af sex þingmönnunum í bráðri fallhættu.  Og vont er að sjá að þeir eigi afturkvæmt á þing.

Þegar upp var staðið var ljóst að Sigmundur Davíð var með öngulinn á kafi í rassinum að lokinni misheppnaðri veiðiferð.

Það er eitt. Annað og verra er nú reynir hann allt til að fela öngulinn með því að troða honum inn í rassinn, í stað þess að ná honum út, eins og flestir myndu gera.

Hann notar hvert mögulegt og ómögulegt tækifæri til að gera hlut sinn verri en hann var, sem var alls ekki góður. Lifandis dellan sem hann var á borð Freyju Haraldsdóttur er það versta hingað til. Sigmundi Davíð er treystandi til að bæta um betur, gera hlutina enn verri en þeir nú eru.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: