- Advertisement -

Síminn lagði Vodafone

Vodafone kvartaði tilNeytendastofu vegna auglýsinga Símans, um að fyrirtækið byði hraðasta farsímakerfið. Neytendastofa tekur ekki undir með Vodafone, sem þannig náði ekki fram vilja sínum.

Í úrskurði Neytendastofu segir á einum stað: „Það að banna söluaðilum að auglýsa góða þjónustu sem hlotið hafi viðurkenningu óháðra aðila væri verulega ósanngjarnt og íþyngjandi fyrir söluaðila og myndi þar að auki hafa samkeppnishamlandi áhrif.“

Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir sem og við framsetningu í auglýsingunum.

Niðurstaða Neytendastofu er sú að Speedtest prófanir Ookla séu fullnægjandi sönnun fyrir fullyrðingunni og því sé Símanum heimilt að birta hana í auglýsingum. „Í ákvörðuninni kom líka fram að þó Síminn gæti birt fullyrðinguna yrði að gæta þess að hvar sem hún kæmi fram segði skilmerkilega að um væri að ræða niðurstöður Speedtest fyrir árið 2016. Taldi Neytendastofa að ef þær upplýsingar kæmu ekki fram gætu neytendur skilið hana sem svo að Síminn bjóði í öllum tilvikum upp á hraðasta farsímanetið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Engar auglýsingar fundust þar sem tilvísun til Speedtest 2016 kom ekki fram og þess vegna taldi Neytendastofa ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: