- Advertisement -

Símahleranir sjálfsagðari hér á landi

Á árunum 2008 til 2012 var óskað alls 875 sinnum að fá hlusta síma hér á landi vegna rannsókna sakamála. Dómstólar sáu ástæðu til að hafna sex af þessum 875 óskum rannsakenda. Sem segir að dómstólar samþykktu 99,3 prósent allra óska um símahleranir á þessu árabili.

Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hefur skoðað þetta og hann ræddi niðurstöðrunar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Reimar benti á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í máli um símhlustanir bent á að hlutfall samþykktra hlustana á bilinu 97,9% til 99,2% sé „óvenjulega hátt“ og veitti vísbendingu um að ónægs aðhalds væri gætt. Þau hlutföll eru þó til muna hagstæðari sakborningum en samsvarandi hlutfall hér á landi.

Í Danmörku er samsvarandi hlutfall um 97,3%. Hlutfallið þar virðist við fyrstu sýn hátt, en danskir dómstólar hafna þó hlutfallslega fjórfalt fleiri beiðnum en þeir slensku.

Í samantekt Reimars kemur fram að svo virðist sem íslenskir dómarar mun síður hafna beiðnum um símhlustanir en starfsbræður þeirra í útlöndum gætu talið eðlilegt. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart. Fjöldi beiðna hefur hvorki meira né minna en fimmfaldast og erfitt hlýtur að vera að setja sig inn í öll mál.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: