Stjórnmál

Silja Dögg segir nei við VÍS

By Miðjan

September 22, 2018

Ástæðan fyrir því að við hjónin höfum tryggt allt hjá VÍS í mörg er er einstök þjónustulund Kristínar Gyðu Njálsdóttur og annarra starfsmanna hjá VÍS í Reykjanesbæ. Sími og heimasíða koma ekki í staðinn fyrir það. Því höfum við tilkynnt að við ætlum ekki að kaupa þjónustu áfram af VÍS. Og ég hreinlega skil ekki að ekki sé grundvöllur fyrir starfsstöð í ríflega 20 þús. manna samfélagi,“ skrifar Silja Dögg, þingmaður Framsóknar og íbúi í Reykjanesbæ.

Eygló Harðardóttir, flokksystir Silju og fyrrverandi ráðherra segir:

„Fjórða iðnbyltingin hvort sem við viljum hana eða ekki? Byrjum á að skerða þjónustuna, beina viðskiptavinum í að nota frekar vefsíðuna eða appið og nota það svo sem rökstuðning fyrir því að þetta er það sem fólk vill og því sé hægt að skerða þjónustuna enn frekar. En við sjáum ekkert endilega að verðin lækki sbr. t.d. ýmis færslu- og þjónustugjöld hjá bönkunum þótt við séum sjálf að sinna störfum sem starfsmenn bankanna sinntu áður.“