- Advertisement -

SIJ: Val á innfluttu kjöti ræður hvort við stöndumst ónæmisógnina

Neytendur Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra skrifar grein, sem má lesa í heild hér, á heimasíðu Framsóknarflokksins. Þar færir hann rök fyrir heilnæmi íslensks kjöts og einnig talar hann um þrýsting verslunarinnar á innflutning á erlendu kjöti.

Í greininni segir ráðherra:

Sigurður Ingi Jóhannsson 3„Nokkur þungi hefur verið í málflutningi samtaka verslunarmanna um að herða beri á innflutningi á kjöti til Íslands. Verslunin skýlir sér á bak við neytendur og segir að hagurinn sé allur þeirra. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir neytendur að kaupmenn skuli velja að flytja inn kjöt frá þeim löndum í Evrópu þar sem lyfjanotkunin er margföld á við það sem hún er á Íslandi. Í öllu falli virðist umhyggja fyrir heilsu neytenda ekki ráða för.

Það ætti að vera sameiginlegt verkefni bænda, verslunar og yfirvalda að tryggja heilnæm matvæli á borð neytenda. Jafnframt þurfa merkingar að vera skýrar. Þar duga ekki upprunamerkingar um að kjötvinnslan sé í Hollandi (sem notar 13 sinnum meira af sýklalyfjum en notuð eru á Íslandi) ef dýrið er alið og slátrað á Spáni eða Ítalíu, sem eru þau tvö Evrópulönd sem virðast nota hvað mest af sýklalyfjum við framleiðslu matvæla. Það ætti að vera keppikefli verslunarinnar í samstarfi við neytendur og yfirvöld að tryggja að innflutt vara sé af sömu gæðum og sú innlenda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðeins þannig tryggjum við örugg matvæli á alla diska, vinnum gegn auknu ónæmi baktería og gerum okkur þannig kleift að sigrast á sýkingum í framtíðinni. Eða eins og segir í fyrirsögn í sænska blaðinu Dagens nyheter á dögunum; Val okkar á innfluttu kjöti ræður hvort við stöndumst ónæmisógnina.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: