Fréttir

Sigurvegarinn er Miðflokkurinn

By Miðjan

August 25, 2023

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði á Facebook:

„Þegar ég sat á þingi hlustaði ég stundum á ræður Miðflokksmanna sem stundum fjölluðu um loftslagsmálin. Tvennt var það sem þeir voru á móti: endurheimt votlendis og virkjun vindorku. Lítið fréttist af starfsemi Votlendissjóðs, og kannski náðu skógræktin og íhaldssamir bændur með sameiginlegu átaki að drepa í fæðingu þá þjóðþrifastarfsemi og mikilsverða framlag til bindingar kolefnis. Allir eru nú á móti vindorkuverum, nánast í hvaða mynd sem væri, og telja sig þurfa á áfallahjálp að halda ef slíka fyrirmunun bæri fyrir augu þeirra. Ég sé ekki betur en að loftslagsstefna Miðflokksins hafi orðið ofan á.“

Merkilegt. Sem dyggur hlustandi á sjónvarp frá Alþingi tek ég undir með þingmanninum fyrrverandi.

-sme