- Advertisement -

Sigurvegarar í Gaddakylfunni

Verðlaunasögur í glæpasagnakeppninni Gaddakylfunni voru kynntar þann 25.september sl. við hátíðlega athöfn og var þetta í tíunda sinn sem keppnin var haldin. Tuttugu og átta sögur bárust í keppnina að þessu sinni.

Fyrstu verðlaun þetta árið hlaut Lýður Árnason, læknir, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður, fyrir söguna Lottó. Lýður er ekki glæpasögum ókunnugur því árið 2013 var fyrsta skáldsaga hans, Svartir túlipanar, tilnefnd til Blóðdropans, hinna íslensku glæpasagnaverðlauna. Í öðru sæti hafnaði Bryndís Emilsdóttir fyrir sögu sína Grænmetisgarður. Sögur eftir Bryndísi hafa birst í safnritum ritlistarnema við Háskóla Íslands og var lokaverkefni hennar við skólann nóvellan Gleymmérei. Í þriðja sæti hafnaði Hildur Enóla fyrir söguna Fullorðin. Hildur hefur gefið út sögur á rafbókaformi og gaf m.a út bókina Eitt leiðir af öðru á emma.is og á ensku á Amazon.

Dómnefnd Gaddakylfunnar í ár skipuðu þau Eiríkur Brynjólfsson, kennari, rithöfundur og foringi Hins íslenska glæpafélags, Helga Dís Björgúlfsdóttir, blaðakona á Vikunni, og Stefán Máni, rithöfundur og handhafi Blóðdropans 2014.

Glæpasmásagnakeppnin Gaddakylfan hefur verið haldin árlega frá árinu 2004 að frumkvæði Hins íslenska glæpafélags. Ýmsir aðilar hafa unnið að keppninni með HÍG og að þessu sinni var samstarfsaðilinn tímaritið Vikan.

 

 

 

 

 

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: