Mannlíf

Sigurganga Arnaldar

By Miðjan

February 13, 2023

Arnaldur Indriðason stendur í stórræðum þessa dagana því fyrsta erlenda útgáfan af Sigurverkinu er nýkomin út í Frakklandi og situr nú þegar í efstu sætum metsölulista þar í landi. Á sama tíma er kvikmyndin Napóleonsskjölin, byggð á sögu eftir Arnald, sú vinsælasta í bíóhúsum hér heima. Ekki má heldur gleyma því að enginn íslenskur rithöfundur hefur selt viðlíka fjölda bóka: skáldsögur Arnaldar hafa selst í samtals 18 milljónum eintaka!Sigurverkið hefur þegar fengið þrjá dóma í Frakklandi og þeir eru allir glæsilegir.  „Sigurverkið er mögnuð saga sem gagntekur lesandann, miðja vegu milli spennusögu og vægðarlauss ævintýris með sammannlega skírskotun, saga tveggja einstaklinga sem nálgast hvor annan þrátt fyrir allt sem aðskilur þá.“ Laëtitia Favro, Livres Hebdo „Harmræn saga sem sameinar tvo einstaklinga sem eru hvor sínum megin taflborðsins. Konungi opnast þar með sýn á íslenskan veruleika og sína eigin sögu. […] Sagan er nánast töfrum slungin, þetta er heillandi frásögn eftir höfund sem hefur selt 18 milljónir glæpareyfara um allan heim!“ Anne Lessard, Le Télégramme „Arnaldur Indriðason endurnýjar sig með glæsibrag með þessu norræna tilbrigði við Þúsund og eina nótt þar sem rakin er hörmungasaga Íslands.“ Fabrice Colin, Lire Magazine Littéraire.

Fréttatilkynning.