- Advertisement -

Sigurður Ingi svaf yfir sig

„Ekk­ert varð af fund­in­um því umboð nefnd­ar­manna var runnið út. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa starfar sam­kvæmt lög­um um rann­sókn sam­göngu­slysa.“

„Það er sam­gönguráðherra sem skip­ar nefnd­ina.“

Það fer svo sem ekki mikið fyrir formanni Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, nema rétt á meðan hann boðar vegaskatta. Annars fer lítið fyrir honum.

Í Mogganum í dag er frétt um sinnileysi ráðherrans. „Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa er ekki starf­andi sem stend­ur. Skip­un­ar­tími henn­ar rann út 31. maí síðastliðinn og ný nefnd hef­ur ekki verið skipuð.“

Þetta er kostulegt. Það er ekki einsog nefndin sú skipti ekki máli. Mogginn segist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að sá hluti nefnd­ar­inn­ar sem ann­ast rann­sókn­ir sjó­slysa hafi ætlað að funda á föstu­daginn. All­mörg mál voru vísts á dag­skránni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ekk­ert varð af fund­in­um því umboð nefnd­ar­manna var runnið út. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa starfar sam­kvæmt lög­um um rann­sókn sam­göngu­slysa. Með lög­un­um, sem tóku gildi 1. júní 2013, var starf­semi rann­sókn­ar­nefnd­ar flug­slysa, rann­sókn­ar­nefnd­ar sjó­slysa og rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa sam­einuð og féllu lög um nefnd­irn­ar þrjár þar með úr gildi,“ segir í frétt Moggans.

Þar segir einnig: „Mark­mið lag­anna um rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa var að fækka slys­um og auka ör­yggi í sam­göng­um með því að efla og bæta slys­a­rann­sókn­ir. Skip­un­ar­tími nefnd­ar­inn­ar var frá og með 1. júní 2013 til og með 31. maí 2018, eða til fimm ára.“

Hér er niðurlag Moggafréttarinnar: „Í nefnd­inni sátu sjö aðal­menn og sex vara­menn. Geirþrúður Al­freðsdótt­ir, flug­stjóri og véla­verk­fræðing­ur, var formaður nefnd­ar­inn­ar. Starfs­menn nefnd­ar­inn­ar eru sjö. Það er sam­gönguráðherra sem skip­ar nefnd­ina. Morg­un­blaðið fékk þær upp­lýs­ing­ar hjá sam­gönguráðuneyt­inu í gær að unnið væri að því að ganga frá skip­un­ar­bréf­um nefnd­ar­fólks. Ný nefnd verður skipuð á allra næstu dög­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: