Stjórnmál

Sigurður Ingi sakar Kristrúnu um vanþekkingu

By Miðjan

November 29, 2022

Sigurður Ingi framsóknarforingi fer létt með þetta. Þegar Kristrún Frostadóttir bendir á að peningar til húsnæðisuppbygginga er meira en helmingað, úr 3,7 milljörðum í 1,7 steig Framsóknarforinginn í ræðustól og sló um sig. Sagði vanþekkingu formanns Samfylkingarinnar vera mikla.

Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa tvo millj­arða um­fram það sem var mögu­legt að nýta á þessu ári og tæpa tvo á næsta ári. „Við hyggj­umst fá heim­ild til þess að færa þessa tvo yfir og þannig verði um fjór­ir millj­arðar til stofn­fram­laga á næsta ári, sem að mati HMS við þær aðstæður sem uppi eru […] dugi á næs ta ári,“ sagði hann.

Nú er bara spurt. Fattaði ráðherrann sjálfur þennan kapal sem kynnti á Alþingi?