„Ákallið um breytingar var sterkt í kosningabaráttunni. Trúin á þeirri ríkisstjórn sem hafði starfað frá haustinu 2017 hafði dofnað verulega enda má segja að síðasta árið hafi þjóðin búið við stjórnarkreppu. Þótt samstarfið hafi súrnað ansi hratt á síðara kjörtímabili ríkisstjórnarinnar tókum við í Framsókn þá afstöðu að mikilvægara væri að ganga hnarreist til verks og láta ekki sundurlyndi hafa eyðandi áhrif á þau brýnu verkefni sem flokkarnir þrír höfðu komið sér saman um í stjórnarsáttmála að hrinda í framkvæmd. Við ákváðum, eðlilega, að láta þjóðarhag hafa forgang umfram hagsmuni flokksins,“ skrifar Sigurður Ingi formaður Framsóknar í áramótablaði Moggans.