- Advertisement -

Sigurður Ingi og ríkisstjórnin fá falleinkunnir í nýrri skoðanakönnun

…fáum landsmönnum finnst ríkisstjórnin eða innviðaráðherra standa sig vel…

Yngvi Ómar Sighvatsson varaformaður Samtaka leigjenda:

Maskína gerði skoðanakönnun fyrir Samtök leigjenda á Íslandi um ýmislegt er varðar leigumarkaðinn, meðal annars um afstöðu almennings gagnvart því sem hvernig ríkisstjórmin stæði sig í húsnæðismálum. 

Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig í uppbyggingu húsnæðismála? Og: Hversu vel eða illa finnst þér innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hafa staðið sig í uppbyggingu húsnæðismála?

Niðurstaðan varð sú að 5,3% sögðu að ríkisstjórnin hefði staðið sig mjög eða fremur vel en 67,1% mjög eða fremur illa. 27,7% sögðu ríkisstjórnina hafa staðið sig hvorki vel né illa.

Niðurstaðan varðandi Sigurð Inga sérstaklega varð sú að 7,7% sögðu að Sigurður Ingi hefði staðið sig mjög eða fremur vel en 59,8% mjög eða fremur illa. 32,5% sögðu ríkisstjórnina hafa staðið sig hvorki vel né illa.

Af þessu má vera ljóst að fáum landsmönnum finnst ríkisstjórnin eða innviðaráðherra standa sig vel í uppbyggingu húsnæðismála, sem þó er að flestra mati eitt allra mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.

Könnunin var gerð dagana 15.-22. júní síðastliðinn og voru svarendur 966.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: