- Advertisement -

Sigurður Ingi með og á móti vegasköttum

Þeir voru sammála um nýja vegaskatta. Nú talar annar í báðar áttir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, foringi Framsóknarflokksins, hefur lagt á flótta frá vegasköttunum. Nú segist hann vilja að arður ríkisins af Landsvirkjun og fleiri fyrirtækjum verði notaður til að standa undir nauðsynlegum vegaframkvæmdum.

Það er innan við mánuður síðan Sigurður Ingi sagði þetta í þingræðu, þegar talað var um stöðu stjórnmála:

„Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast af ýmsum leiðum að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð og tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að langstærstum hluta til vegagerðar, en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Þess vegna er horft til þess að ný leið í fjármögnun sé að fólk greiði í vaxandi mæli fyrir notkun sína með beinum hætti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í október í fyrra sagði Sigurður Ingi: „Það er spurning um að notendur greiði í auknum mæli meira fyrir aðganginn að vegakerfinu.“

Í október í fyrra sagði Sigurður Ingi: „Það er spurning um að notendur greiði í auknum mæli meira fyrir aðganginn að vegakerfinu.“

Í sama mánuði sagði Sigurður Ingi: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum.“

Fyrir kosningar sagði hann hins vegar að ekki þurfi alltaf að hækka skatta.

Enginn efast um tök Jóns Gunnarssonar í samgöngum:

Ég fagna því að hæstvirtur ráðherra hefur tekið undir og orðað það að leita verði annarra leiða til að fjármagna og flýta framkvæmdum. Slíkt blasir auðvitað við öllum. Það er alveg sama hvaða ríkisstjórn væri í þessu landi. Menn geta gefið hástemmdar yfirlýsingar og loforð þegar þeir eru í minni hluta eða þegar við erum í kosningabaráttu en staðreyndin blasir við þegar öllu er á botninn hvolft. Það gæti engin ríkisstjórn aukið þetta umtalsvert. Jafnvel þótt við tvöfölduðum þessa 5,5 milljarða aukningu á næstu árum værum við samt í stórkostlegum vandræðum, jafnvel þó við myndum þrefalda hana værum við í stórkostlegum vandræðum. Slíkar eru stærðir verkefnanna,“ sagði Jón í þingræðu seint á síðasta ári.

Og Sigurður Ingi fagnaði félaga sínum og hugmyndum um vegaskatta. „…um leiðir til að fjármagna framkvæmdir utan fjárlaga og taka verkefni sem eru á núverandi samgönguáætlun út úr henni og framkvæma með sérstökum hætti. Ég fagna slíkum hugmyndum. Það er eitt af því sem við höfum verið að ræða, að nauðsynlegt sé að við hugsum út fyrir boxið og leitum leiða.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: