Greinar

Sigurður Ingi, límið í stjórnarsamstarfinu?

By Ritstjórn

April 06, 2021

Lilja, Ásmundur Einar og Sigurður Ingi.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er kom­inn í góða stöðu og býr við öfl­ugt þríeyki; Sig­urð Inga, Lilju Al­freðsdótt­ur og Ásmund Ein­ar Daðason. Þau öll eru á toppi vin­sæld­arlista mæl­ing­anna ásamt tví­eyk­inu þeim Katrínu og Svandísi. Sig­urður Ingi í vexti sem sam­gönguráðherra og lím milli stjórn­ar­flokk­anna,“ skrifar Guðni Ágústsson í Moggann um sinn gamla flokk.

Guðni er sáttur: „Lilja alltaf jafn stíl­hrein og sjálfri sér sam­kvæm, af­ger­andi mennta­málaráðherra sem bæði kenn­ar­ar­ar og skóla­sam­fé­lagið treyst­ir. Ásmund­ur Ein­ar, fyrsti ráðherr­ann, sem ger­ist talsmaður barna og fólks sem hef­ur ekki átt sér mál­svara. Flokk­ur­inn er far­inn að upp­skera og fylgið stíg­ur upp á við í hverri mæl­ingu.“