„Framsóknarflokkurinn er kominn í góða stöðu og býr við öflugt þríeyki; Sigurð Inga, Lilju Alfreðsdóttur og Ásmund Einar Daðason. Þau öll eru á toppi vinsældarlista mælinganna ásamt tvíeykinu þeim Katrínu og Svandísi. Sigurður Ingi í vexti sem samgönguráðherra og lím milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Guðni Ágústsson í Moggann um sinn gamla flokk.
Guðni er sáttur: „Lilja alltaf jafn stílhrein og sjálfri sér samkvæm, afgerandi menntamálaráðherra sem bæði kennararar og skólasamfélagið treystir. Ásmundur Einar, fyrsti ráðherrann, sem gerist talsmaður barna og fólks sem hefur ekki átt sér málsvara. Flokkurinn er farinn að uppskera og fylgið stígur upp á við í hverri mælingu.“