- Advertisement -

Sigurður Ingi leitar liðsinnis í Miðflokki

Það er ekki við orkupakkann að sakast, ekki Norðmenn, Evrópusambandið.

Bergþór Ólason.

Er háttvirtur þingmaður og aðrir þingmenn tilbúnir að koma með mér í það að velta fyrir okkur hvernig við getum skotið sterkari stoðum undir matvælaframleiðslu sem byggist á raforkunotkun í garðyrkju með því að vera með eðlilegri gjaldskrá fyrir þessa aðila og tryggja þá kannski eðlilegri niðurgreiðslu á dreifikostnaðinum?“

Þannig talaði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og formaður Framsóknar, þegar hann átti í orðaskiptum, við Bergþór Ólason, á Alþingi. Nokkuð merkilegt að ráðherra leiti þannig til stjórnarandstöðunnar í máli sem ráðherrann ætti að hafa dug í að ræða innan ríkisstjórnarinnar.

Við höfum verið með það fyrirkomulag gagnvart garðyrkjunni að við höfum endurgreitt allt að 95% af dreifikostnaðinum vegna þess að það er ekki til nein gjaldskrá fyrir þá stórnotendur rafmagns.

Næst sagði ráðherrann: „Staðreyndin er sú að þeir borga sannarlega nægilega fyrir dreifikostnaðinn sem það kostar að fá rafmagnið til sín, þeir nota bara miklu meira og hún er ekki sanngjörn gjaldskráin sem við erum með, þess vegna hefur ríkið farið út í endurgreiðslur.“ Ekki er ljóst við hvað hann átti.

Áður í ræðunni sagði formaður Framsóknar: „Orka hefur hækkað eins og margt annað, dreifingarkostnaðurinn mest, en það eru íslensk lög. Það er ekki við orkupakkann að sakast, ekki Norðmenn, Evrópusambandið eða einhverja aðra. Það er við okkur sjálf að sakast. Við höfum verið með það fyrirkomulag gagnvart garðyrkjunni að við höfum endurgreitt allt að 95% af dreifikostnaðinum vegna þess að það er ekki til nein gjaldskrá fyrir þá stórnotendur rafmagns.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: