Fréttir

Lætur sem hann sé ævikjörinn

By Miðjan

September 29, 2018

Í hverju viðtalinu af öðru endurtekur Sigurður Ingi að samgönguáætlunin sé til fimmtán ára. Sagt og staðið. Hann virðist halda að ekki þurfi annan leiðarvísi en hans næstu fimmtán árin. Auðvitað er það víðsfjarri. Það eiga eftir að verða margir samgönguráðherrar áður en sá tími verður að baki.

Þeir eiga eftir að breyta og fara aðrar leiðir en núverandi ráðherra heldur. Svo er allsendis óvíst hvað verður með peningana í verkefnin. Sigurður Ingi hefur hlaðið mestu aftast í átlænunni og hann verður örugglega hættur í ráðuneytinu þegar þar að kemur. Og sennilega verður hann hættur í stjórnmálum þegar þar að kemur.

Hann gætir þess að tala bara um peningana sem hann segir að eigi að nota í samgöngur og talar um verkefnin eins og þau séu handan við hornið. Auðvitað er það hreint bull að núverandi ráðherra tali eins og hann ráði hvað verður gert á næstu þremur til fjórum kjörtímabilum.