- Advertisement -

Sigurður Ingi: „Höfum staðið okkur gríðarlega vel“

„Ertu nú að segja satt?“

Þorsteinn Víglundsson.

„Þegar ríkisstjórnin var mynduð var hún m.a. mynduð um það að verulegar fjárfestingar vantar í innviði, einfaldlega vegna þess að við týndum mörgum árum eftir hrunið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á þingi í morgun.

Hann átti í samræðum við Þorstein Víglundsson í Viðreisn um fjármálastefnu, sem Þorsteinn gefur ekki mikið fyrir.

„Við þurfum að leita leiða til þess á næstu árum að geta haldið áfram að auka fjárfestingu, m.a. til að ýta undir jákvæðar hagspár og efnahagslífið og atvinnulífið. Við settum einfaldlega á borðið, alveg eins og þegar menn ganga til kosninga, það sem við höfðum boðað fyrir kosningar og höfum staðið okkur gríðarlega vel í því.“

„Frá upphafi stjórnartíðar þessarar ríkisstjórnar hefur verið varað við því að þær efnahagsspár sem hún hefur unnið sínar áætlanir út frá séu of bjartsýnar. Enn er varað við því og enn skellir ríkisstjórnin skollaeyrum við því,“ sagði Þorsteinn, á einum stað í ræðu sinni.

„Hvar ætlar Viðreisn að skera niður í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu, í velferðarkerfinu eða í fjárfestingum? Það er ekki hægt að gera allt. Í þeirri stöðu sem við erum í erum við að reyna að gera eins vel og hægt er,“ sagði Sigurður Ingi.

Hér var ráðherrann truflaður með frammíkalli: „Ertu nú að segja satt?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: