- Advertisement -

Sigurður Ingi er þreyttur á Helgu Völu

Í umræðum um Borgarlínu sagði Helga Vala eitthvað sem kláraði þolinmæði Sigurðar Inga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tilkynnti Alþingi í dag að hann væri þreyttur á Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.

Ráðherrann hafði á orði að hann þyrfti sífellt að leiðrétta rangindi í málflutningi Helgu Völu. Hann nefndi ekki eitt dæmi um meintar sakir Helgu Völu.

Í ræðu sinni dag talaði Helga Vala um borgarlínu, eða almenningssamgöngur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við verðum að gera meira en að setja bara orð á blað um hugmyndir og áform, herra forseti. Það þarf að tryggja fjármagn. Þar óttast ég, og sé reyndar ekki betur en að ríkisstjórnin ætli sér ekki að setja nauðsynlegt fjármagn í borgarlínu. 800 milljónir duga ekki til, og það veit ráðherra vel. 2,25 milljarðar er það framlag sem ríkið þarf að setja í þetta verkefni ár hvert. En það er ekkert um það í fjármálaáætlun, ekki í fjárlögum og ekki í breytingum við samgönguáætlun,“ sagði hún.

Og endaði svo svona: „Þess vegna verð ég að spyrja, hæstvirtan ráðherra: Ætlar ríkið ekki að standa við það samkomulag sem gert var við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu? Hvar eru peningarnir?“

Sigurður Ingi kaus að svara engu, en sagðist þreyttur á Helgu Völu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: