Þetta er kannski ekki beint um fundarstjórn forseta en hafi ég sofnað í atkvæðaskýringum áðan og Samfylkingin virkilega stutt eina tillögu frá ríkisstjórninni er ég bara glaður með það og biðst afsökunar á því að ég hafi haldið öðru fram. En við atkvæðagreiðslu við 2. umr. fannst mér einmitt eftirtektarvert að svo var ekki og vona að ég hafi rétt fyrir mér með það. En ég er alveg fús að koma hingað upp og biðjast afsökunar. Ég hef sennilega sofnað í þessum flóknu atkvæðaskýringum þegar stjórnarandstaðan var að bera blak af því að þingmenn hennar gætu ekki stutt hverja aðra,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi.
Tilefnið var þessi orð Loga Einarssonar:
„Ég kem upp af eintómri gæsku minni til þess að gefa hæstvirtum ráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni tækifæri á því að koma hingað upp og biðjast afsökunar á því að fara rangt með. Hann hélt því einfaldlega fram að við hefðum ekki greitt atkvæði með neinu máli ríkisstjórnarinnar, ekki að það hafi verið tilefni til að gera það í svo miklum mæli en við gerðum það þar sem við átti. Mér hefur fundist ríkisstjórnin vera frekar hörundsár hérna og kvarta og heimta vítur á þingmenn þannig að mér þætti hæstviertur ráðherra maður að meiri ef hann kæmi sér upp úr bílakjallaranum og bæðist afsökunar á orðum sínum.“