- Advertisement -

Sigurður Ingi á flótta undan sjálfum sér

Ekki blæs byrlega hjá Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra og formanni Framsóknar. Sá hefur farið um landið, jafnvel hring eftir hring, til að reyna að selja fólki að rétt sé að lögþvinga sameiningu sveitarfélaga. Ekki var það nú svo að Framsókn hafi haft mikið fylgi til að sólunda í þetta mál. Ráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn. Víða var hurðum skellt á nef ráðherrans.

Óðum styttist til kosninga. Það er beygur í Sigurði Inga. „Ráðherrann sagði nokkra kosti í stöðunni. Einn væri sá að draga frumvarpið til baka og láta nýrri ríkisstjórn og Alþingi eftir að ákveða framhaldið,“ segir í Moggafrétt.

Þetta hefur stundum kallað að fara á flótta undan sjálfum sér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirsláttur ráðherrans er sérstakur. Kjarkurinn er farinn.

Í Mogga segir: „Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra sagði í ávarpi á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, að sannarlega væri möguleiki á því að tillagan um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga yrði ekki flutt á Alþingi á næstunni. Skammt væri til kosninga og enn hefði frumvarpið um þetta efni ekki verið tekið til efnislegrar umræðu á þingi. Erfitt væri að ljúka umræðum um umdeildari mál þegar stutt væri í kosningar. Þá væri oft auðvelt fyrir pólitíska tækifærissinna að reyna að nýta sér það til góðs og til eigin hagsbóta en verkefninu til tjóns. „Ég tek ekki þátt í því,“ sagði ráðherrann.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: