„Sigríður Á. Andersen er nagli. Í hvert skipti sem henni bregður fyrir rísa hárin á höfði andstæðinga Sjstflokksins. Það er góð og skýr vísbending,“ skrifar Ragnar Önundarson.
Ómar Valdimarsson er ekki á sömu línu: „Það hefði verið fróðlegt að heyra hverjir þessir tilefnislausu eru. Það sem ekki var sagt í ágætu Silfri í morgun var það sem andstaða Sigríðar, Moggans og fleiri snýr að: múslimar eru ekki velkomnir! Það er ekki aðeins islamofobia heldur útlendingahatur af verstu sort.“
En hvað segir Sigríður sjálf: „Ég ræddi útlendingamál í Silfrinu í morgun. Viðmælandi minn þar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, hefur nefnt stefnu mína í þeim efnum sem eina ástæðu þess að hún sagði skilið við VG í vikunni. Stefnu mína telur hún ,,harða”.
Þess er í vaxandi mæli krafist þess að málmeðferðartími í málum barna sé styttur. Eins og fram kom í Silfrinu er þó líka fundið að því að löggjöf um útlendingamál leggi áherslu á skilvirkni. Þá láta sumir í það skína að þeir vilji að öll börn fái hér hæli. Það er þá nýtt innlegg í umræðuna um hælisleitendur. Það er hins vegar fullkomlega óraunhæft og jafnvel einnig tilefnislaust.
Stefna mín í útlendingamálum hefur alltaf verið mjög skýr. Hér er að finna lýsingu á henni.“