Skjáskot: Kryddsíld.

Fréttir

Sigmundur Davíð, ybbar og BLM

By Miðjan

January 02, 2021

„Ybb­ar hafa ríka til­hneig­ingu til að eigna sér málstað annarra, eða rétt­ara sagt pakka sér inn í umbúðir þeirra,“ stendur í áramótagrein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Mogganum.

„Á ár­inu voru sam­tök­in Black li­ves matter nýtt í þeim til­gangi. Harðlínu­sam­tök sem berj­ast að eig­in sögn m.a. fyr­ir marx­isma, því að leysa upp lög­regl­una og gegn kjarna­fjöl­skyld­unni. En eins og jafn­an á við um ímynd­ar- eða merkimiðastjórn­mál­in skipti inni­haldið ekki máli. Aðeins nafnið.

Fyrr en varði voru stjórn­mála­menn, fót­bolta­menn, prest­ar og aðrir farn­ir að krjúpa á kné til að lýsa yfir stuðningi (eða und­ir­gefni) við sam­tök­in. Sjón­varps­menn voru neydd­ir til að bera merki BLM og fræga fólkið keppt­ist við að lýsa yfir stuðningi við sam­tök­in,“ skrifar formaður Miðflokksinns

„Óeirðir brut­ust út í mörg­um borg­um Banda­ríkj­anna en þeim var jafn­an lýst sem mót­mæl­um. Hóp­ar vopnaðs fólks (yf­ir­leitt fyrst og fremst skipaðir hvít­um stúd­ent­um og „aðgerðasinn­um“) fóru um og kröfðust þess að þeir sem urðu á vegi þeirra lýstu yfir stuðningi við BLM og réttu upp hand­legg­inn með kreppt­um hnefa. Ef fólk lét ekki und­an var því ógnað. Kona sem sat á veit­ingastað með vina­fólki reyndi að út­skýra að hún væri ný­kom­in úr kröfu­göng­um til að and­mæla kynþáttam­is­rétti en vildi ekki láta skipa sér að rétta fram hand­legg­inn. Þær skýr­ing­ar voru ekki tekn­ar gild­ar.“