Fréttir

Sigmundur Davíð: Vitleysisfyrirspurn

By Miðjan

December 03, 2015

Alþingi „Þetta er frá þér kallinn minn, þetta er í frumvarpinu,“ sagði Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, á Alþjngi rétt í þessu, þegar hún spurði hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telji ásættanlegt að ríki´ssjóður fái í raun ekki fjárhagslegan ávinning af sjávarútvegi. Hún sagði veiðigjöld rétt duga til að borga rekstur Hafrannsóknastofnunar, Fiskistofu, Landhelgisgæslu og fleira sem þjónustar sjávarútveginn.

Forsætisráðherra gaf lítið fyrir málflutninginn og taldi upp ávinning þjóðarinnar af sjávarútvegi, svo sem hvað varðar laun, skatta, fjárfestingar og fleira.

Hann benti enn og aftur á að aðeins á Íslandi sé ekki ríkisstyrkur. „Norðmenn borga til dæmis tuttugu þúsund íslenskar krónur.“