Heima er bezt

Sigmundur var betri kostur en Bjarni

By Miðjan

January 01, 2016

Stjórnmál Í þessu viðtali, frá því í október í haust, segir forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímnsson, að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið fleiri atkvæði í alþingiskosningunum vorið 2013 og jafn marga þingmenn, hafi verið eðlilegt að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugsson umboð til sjórnarmyndunnar.

Rökin voru þau að með því að fela formanni Framsóknarflokksins umboðið væru meiri líkur til að stjórnarmyndun gengi hraðar fyrir sig og myndi takast í fyrstu tilraun.

Það las forseti meðal annars úr samtölum sem hann átti við forsvarsfólk allra þeirra flokka sem fengu þingmenn kjörna.