Ég verð að segja að ég skil þetta ekki, sagði stjórnarþingmaður við Miðjuna þegar rætt var um spurningu Steingríms J. Sigfússonar til Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra, og Sigmundur svarar á Alþingi í dag. En stjórnarþingmaður sagðist taka heilshugar undir spurningar Steingríms, og bætti við að Steingrímur, sem fyrrverandi atvinnuvegaráðherra, hefði svo sem haft öll tök á að gera meira en hann gerði. „Hann hafði völd til þess.“
Steingrímur spurði hverju það sætir að þrátt fyrir fjölda ráðherranefnda, ráðgjafarnefnda og starfshópa á vegum ríkisstjórnarinnar fæst enginn slíkur vettvangur við atvinnumál?
Og hann spyr einnig hverju líði vinnu um mótun heildstæðrar atvinnustefnu sem var langt komin í tíð fyrri ríkisstjórnar?
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinsri grænna fær einnig svör í dag, frá forsætisráðherra, við tveimur spurningum.
Sú fyrri hljóðar svoan: Hver er stefna forsætisráðherra hvað varðar einkavæðingu ríkiseigna? Kemur til greina að selja einhver fyrirtæki eða aðrar eignir ríkisins á kjörtímabilinu og þá hvaða?
Og sú síðari er svona: Kemur til greina að einkavæða einhverja starfsemi á vegum ríkisins á kjörtímabilinu með því að fela einkaaðilum að annast hana á grundvelli samninga og þá hvaða?