Stjórnmál

Sigmundur Davíð og Spútnik-efnið

By Ritstjórn

June 28, 2021

„Upplýsingaóreiðan heldur áfram í þessum málaflokki. Bara í gær bárust fréttir af því að von væri á miklu minni skammti af Jansen-bóluefni en gert hafði verið ráð fyrir, bara broti af því sem búist var við. Svo koma einhverjar aðrar fréttir í dag. En það sem skiptir máli er það sem skilar sér og að Ísland hafi aðstöðu til að tryggja sér það bóluefni sem þarf og til að nýta sérstöðu sína í þeim efnum,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í mars.

„Ég hef heyrt ráðherra lýsa áhuga á Spútnik-bóluefninu áður, en hvað er raunverulega að gerast í þeim málum? Hæstvirtur ráðherra segir að viðræður séu á byrjunarstigi en fyrri yfirlýsingar, m.a. hæstvirtur forsætisráðherra, benda ekki til annars en að menn séu bara að bíða eftir því að heyra frá Evrópusambandinu um hvenær Spútnik komi hugsanlega inn í Evrópupakkann. Er verið að reyna að semja um kaup á þessu Spútnik-efni eða öðru efni fyrir alla þjóðina utan við Evrópusambandsklúðrið?“