- Advertisement -

Sigmundur Davíð og sæstrengurinn

- talaði Ólafur Ragnar í umboði í ríkisstjórnarinnar eða talaði hann yfirleitt ekki neitt?

„Hvað varðar spurninguna um sæstreng og þá skýrslu sem háttvirtur þingmaður, (sem var Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra), nefndi stendur að sjálfsögðu til að halda áfram því samráði sem lagt hefur verið upp með við úrvinnslu þeirra mála,“ sagði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davið Gunnlaugsson á Alþingi 31. október 2013.

„Þar þarf ekki hvað síst að líta til þess hver áhrifin yrðu á lagningu sæstrengs hér innan lands, t.d. áhrif á verð til neytenda á Íslandi og áhrif á möguleika okkar á að skapa störf innan lands. Það er ekki nóg að líta bara á tekjuhliðina, hversu miklar tekjur eða hversu mikill hagnaður gæti fengist á pappírnum af slíkum sæstreng. Við þurfum líka að líta til áhrifa innan lands og ég geri ráð fyrir að háttvirtur þingmaður sé sammála mér um það.“

Síðan sagði Sigmundur Davíð:

„Það er hins vegar alveg ljóst að það er mjög mikill áhugi á þessum hugmyndum, ekki síst í Bretlandi. Það fór ekki á milli mála á fundum með breskum ráðamönnum fyrir fáeinum vikum. Þeir eru mjög áhugasamir um þetta og þar af leiðandi líklegt að forseti Íslands hafi einnig verið spurður út í það, ekki bara af þeim stjórnmálamönnum sem hann kann hafa hitt heldur líka af fjölmiðlamönnum. Það er reynslan, a.m.k. í Bretlandi, að þar er talsverð umræða um þetta. Að sjálfsögðu munum við fara yfir þetta hér í þinginu og meta út frá hagsmunum Íslands.“

Katrín Jakobsdóttir nefndi orð Ólafs Ragnars í erlendum fjölmiðlum, þar sem hann talaði um sæstreng og vilja til að fá erlenda fjárfesta að verkinu. Sigmundur Davíð sagði hins vegar að orð forseta hafi verið dregin til baka.

Hér vitnar hann til ummæla sem höfð voru eftir forseta Íslands í erlendum fjölmiðlum. Katrín kom inn á þau orð í umræðunum og sagði:

„Í vikunni bárust fréttir af því að forseti lýðveldisins væri að fara að kynna hugmyndir um sæstreng til Bretlands á fundum í Bretlandi fyrir breskum fjárfestum. Eins og kunnugt er hefur verið skilað til hæstvirts iðnaðarráðherra skýrslu um möguleika á lagningu sæstrengs héðan til Bretlands og þar er ýmsum spurningum varpað fram sem á eftir að svara. Það liggur fyrir að til að hægt sé að leggja hér sæstreng upp á 700–900 megavött þarf mikla orku, líklega fleiri virkjanir þannig að það skortir enn kortlagningu á því nákvæmlega. Það þarf líka að gera athuganir á því hversu stöðugur þessi markaður er og hversu hátt verð fengist fyrir orkuna í slíkum sæstreng.

Það vöknuðu hjá mér spurningar þegar ég las þessar fregnir sem hafðar voru eftir breska blaðinu The Guardian. Mig langaði að inna hæstvirtan forsætisráðherra eftir því hvort forseti lýðveldisins væri að reka þessi erindi í umboði ríkisstjórnar eða hvort þetta væri í tengslum við stefnu sem hæstvirtrar ríkisstjórn hefði markað í málinu og hvort ákvarðanir lægju fyrir af hálfu hæstvirtar ríkisstjórnar í ljósi þess að í skýrslunni sem við þekkjum hér á þingi er lögð til áframhaldandi vinna þar sem á eftir að svara ýmsum spurningum, eins og ég nefndi áðan. Er búið að taka einhverjar ákvarðanir eða leggja í einhverja vinnu til að svara þessum spurningum? Er forsetinn í samráði við ríkisstjórnina að leita eftir stuðningi og áhuga hjá breskum fjárfestum eða er þetta hreinlega hluti af erindum sem hann er að reka fyrir hæstvirta ríkisstjórn í Bretlandi? Það liggur auðvitað fyrir að það á eftir að fara fram mikil vinna. Ég legg áherslu á það og inni hæstvirtan ráðherra líka eftir því hvort ekki sé ætlunin að halda áfram því samráði sem var um þessi mál á síðasta kjörtímabili í áframhaldandi vinnu.“

Sigmundur Davíð svaraði: „Mér skilst reyndar að þær fréttir sem háttvirtur þingmaður vísar í hafi verið bornar til baka, þ.e. að forsetinn hafi ekki sagt það sem vitnað var í og ekki beitt sér á þann hátt sem háttvirtur þingmaður nefndi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: