- Advertisement -

Sigmundur Davíð og popúlisminn

Þess í stað er póli­tískri stefnu breytt í trú­ar­brögð.

Í langri grein í Mogga dagsins skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegn popúlisma, sem hann kallar sýndarpólitík. Sigmundur Davíð er sá íslenski stjórnmálamaður sem helst er sagði stunda þannig pólitík. Greinin fjallar annars um flóttafólk, eða förufólk, eins og hann kýs að nefna það fólk.

Stundum talar Sigmundur Davíð eins og hann telji sig vera spámann frekar en allt annað. Í lok greinar sinnar víkur hann sér nokkuð ákveðið að þannig stjórnmálum, sem hann er sagður stunda ákveðnar en aðrir, hér á landi.

„Í vest­rænni stjórn­má­laum­ræðu eru hlut­irn­ir nú orðnir svo öf­ug­snún­ir að þeir sem raun­veru­lega leita lausna, leita leiða til að tak­ast á við stærstu vanda­mál sam­tím­ans með það að mark­miði að gera sem mest gagn, eru út­hrópaðir fyr­ir að fylgja ekki sýnd­ar­póli­tík sem þó er oft til þess fall­in að gera illt verra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Al­vöru vanda­mál krefjast al­vöru lausna.

Hvergi er litið til heild­aráhrifa eða lang­tíma­áhrifa. Ekki er leitað raun­hæfra lausna. Þess í stað er póli­tískri stefnu breytt í trú­ar­brögð. Svo er lagt blátt bann við því að segja, jafn­vel að hugsa, það sem fell­ur ekki að kenni­setn­ing­unni. Iðulega snú­ast aðgerðir ekki um raun­veru­lega um­hyggju fyr­ir öðrum held­ur sjálfs­upp­hafn­ingu eða til­raun­ir til að koma höggi á and­stæðinga.

Þegar það fer sam­an að keppn­in snýst um að vera betri en aðrir og að hún bygg­ist á póli­tísk­um trú­ar­brögðum verður þró­un­in óhjá­kvæmi­lega sú að sam­keppni verður um að vera hreinni í trúnni en hinir. Fyr­ir vikið versn­ar ástandið jafnt og þétt.

Það að fólk sé mót­fallið óraun­hæf­um mark­miðum þýðir ekki að það taki ekki vanda­mál­in al­var­lega. Þvert á móti. Al­vöru vanda­mál krefjast al­vöru lausna.

Á tím­um skyndimiðlun­ar er erfitt að eiga við áhrif sýnd­ar­stjórn­mála. Rök og lausn­ir þarfn­ast yf­ir­legu. Sýnd­ar­stjórn­mál eru taf­ar­laus. Áhrif raun­veru­legra aðgerða birt­ast hægt og taka oft lang­an tíma. Sýndaráhrif birt­ast strax.

Ef við vilj­um raun­veru­lega hjálpa fólki, ef við vilj­um raun­veru­lega bjarga jörðinni, þá eru sýnd­ar­stjórn­mál ekki leiðin til þess. Við slík verk­efni þarf að líta til staðreynda og raun­veru­legra lausna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: