- Advertisement -

Sigmundur Davíð og falsfréttir

Á sama tíma hafa Banda­rík­in, sem drógu sig út úr sam­komu­lag­inu, minnkað los­un veru­lega.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki skrifar grein í Moggann þar sem hann talar um falsfréttir í umhverfismálum. Hann telur margar þjóðir heims vera á villigötum.

„Fals­frétt­ir taka á sig ýms­ar mynd­ir og eiga það til að dreifast hratt. Það reyn­ist svo jafn­an erfitt að leiðrétta rang­færsl­urn­ar þegar þær eru komn­ar í loftið. Fals­frétt­ir sem byggj­ast á fals­vís­ind­um eru sér­stakt áhyggju­efni,“ skrifar formaður Miðflokksins.

„Vand­inn er ekki síst að of marg­ir stjórn­mála-, embætt­is- og fjöl­miðlamenn eru að leita að rétt­um vanda­mál­um. Vanda­mál­in eru mark­mið í sjálfu sér. Af­leiðing­in er sú að ekki er leitað að lausn­um sem raun­veru­lega virka held­ur því að viðhalda og magna umræðuna um vanda­mál­in og bregðast við þeim á þann hátt sem er best til þess fall­inn að sýna eig­in dygðir.“

SDG: Gögn Sam­einuðu þjóðanna sýna að Par­ís­ar­sam­komu­lagið um lofts­lags­mál muni hafa nán­ast eng­in áhrif á þróun lofts­lags­mála.

„Gögn Sam­einuðu þjóðanna sýna að Par­ís­ar­sam­komu­lagið um lofts­lags­mál muni hafa nán­ast eng­in áhrif á þróun lofts­lags­mála. Á sama tíma hafa Banda­rík­in, sem drógu sig út úr sam­komu­lag­inu, minnkað los­un veru­lega. Það er fyrst og fremst af­leiðing af því að gasbrennsla hef­ur verið auk­in á kostnað kola­brennslu. Slík­ar lausn­ir má hins veg­ar ekki ræða. Gas er bann­orð. Þess í stað er ráðist í sýnd­araðgerðir á borð við vind­myll­ur (stálið fram­leitt með gríðarleg­um kola­bruna í Kína), bann við plast­pok­um (skaðlegt fyr­ir nátt­úr­una) og það að moka ofan í skurði (efni í aðra grein),“ skrifar Sigmundur Davíð og endar svona: „Leit­um lausna frek­ar en að viðhalda vanda­mál­um.“

Grein Sigmundar Davíðs í Mogganum er mun lengri en þeir hlutar sem birtast hér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: