Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gegnt embætti í rétt tæpt eitt ár. Vetrarstörfum Alþingis er að ljúka.
Forsætisráðherra verður aðalgestur þáttarins Sprengisandur á Bylgjunni næsta sunnudagsmorgun. Fyrir utan það sem hefur gengið á í stjórnmálunum þarf hann einnig að hafa áhyggjur af fylgistapi flokks og ríkisstjórnar.
Ekki leikur nokkur vafi á að Sigmundur Davíð er umdeildur og búast má við mikilli hlustun á þáttinn.
Eins verður rætt við þann þingmann sem mesta þingreynsluna hefur; Steingrím J. Sigfússon. Og kannski svarar hann hvort ekki sé ljótt að segja fólki að þegja.
Þú gætir haft áhuga á þessum