- Advertisement -

Sigmundur Davíð hótar enn

Leiðari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, staðfesti í forystusætinu á RÚV í gærkvöld að hann hafi alls ekki hætt við að stefna „völdum“ fjölmiðlum að loknum kosningum.

Halda mætti að hótanir hans hafi haft áhrif. Mun minna er fundið að fortíð formannsins en jafnvel efni standa til. Kjarninn hefur að vísu staðist prófið og greint okkur frá að fjölskyldufyrirtækið Wintris eigi hlut í Kaupþingi sem Sigmundur Davíð vill að ríkið kaupi, þar á meðal hlut Wintris, og gefi til þjóðarinnar.

Sigmundur Davíð gaf til kynna, í gærkvöld, að til greina komi að hætta við málssóknir biðjist fjölmiðlarnir afsökunar og ómerki eigin fréttir. Milli auðmannsins Sigmundar Davíð og smárra fjölmiðla er mikill aflsmunur. Hann í raun hótar að fari fjölmiðlarnir ekki að hans vilja eigi þeir á hættu að tapa miklum peningum, það er á þeirra mælikvarða.

Eftir hótanirnar hefur Sigmundur Davíð fengið að sigla nánast lygnan sjó. Hvers vegna?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: