- Advertisement -

Sigmundur Davíð gagnrýnir kosningapróf RÚV og tekur ekki þátt

Sigmundur Davíð er gagnrýnin á kogningapróf RÚV:

„Ríkisútvarpið er með einhvers konar kosningapróf þar sem frambjóðendur eiga að svara 30 spurningum.

Vandinn er sá að þær eru meira og minna gildishlaðnar. Samanber:

„Stjórnvöld eiga með beinum hætti að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis með hærri gjöldum á mengunarvalda.”

-„Til dæmis?!” Hvað ef manni finnst að stjórnvöld ættu að stuðla að þessu en ekki með hærri gjöldum heldur jákvæðum hvötum?

-„Með beinum hætti?” Hvað er það og hvað með óbeinan hátt sem skilar oft mestum árangri?

-Og hvað eru „mengunarvaldar”? Álverin sem veita stærsta framlag Íslands í losunarmálum?

Ég sleppi því að taka þátt í þessu þótt það þýði að enginn lendi á mér sem frambjóðanda. En mbl er með ágætis kosningapróf.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: