- Advertisement -

Sigmundur Davíð er á móti

Það sætir líka undrun að til standi að afnema samsköttun hjóna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er aldeilis á móti vilja Bjarna Benediktssonar um að hætta samsköttun hjóna.

„Það sætir líka undrun að til standi að afnema samsköttun hjóna. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir ekki svo löngu að virða bæri vinnu heimavinnandi fólks, en nú virðist það gleymt eða ekki skipta máli lengur. Hæstvirtur fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins leggur fram tillögu um flóknara skattkerfi og afnám samsköttunar hjóna,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.

Eins er hann á móti nýju skattþrepi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Tillögur ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar á vinnumarkaði hafa valdið forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar miklum vonbrigðum. Þar telja menn ekki nóg að gert þegar litið er til upphæðanna sem þar eru undir. Það er hins vegar ekki síður eðli tillagnanna sem sætir undrun, sérstaklega í ljósi þess að það er hæstvirtur fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem leggur tillögurnar fram, tillögur um að flækja skattkerfið með fjölgun skattþrepa aftur í þrjú rétt eftir að búið var að fækka þeim niður í tvö eins og hæstvirtur fjármálaráðherra taldi mjög verðugt og mikilvægt viðfangsefni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: