Björn Leví Gunnarsson skrifar:
Í svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar kemur fram að skjaldborgin hélt þangað til ríkisstjórn SDG tók við.
Í þeirri ríkisstjórn tugfölduðust nauðungarsölur eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Það er áhugavert að bera svarið við ársskýrslu sýslumanns þar sem segir að ekki hafi verið miklar breytingar á milli áranna 2012 og 2013, en 2012 hafi verið metár. Munurinn er væntanlega að svarið við fyrirspurninni er bara nauðungarsölur einstaklinga.
Miðað við það, stóðst skjaldborgin. Hvers vegna þetta breyttist árið 2013 er mjög áhugavert. Það vantar svör við því.