Sigmundi Davíð líst illa á stríðstal
Vangaveltur um hvort Bretland og Spánn geti farið í stríð.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veltir fyrir sér hvort að allt þetta stríðstal endi vel eða… á Facebook síðu sinni.
Mér líst ekkert á allt þetta stríðstal. Vangaveltur um hvort Bretland og Spánn geti farið í stríð vegna Gíbraltar, Bandaríkin og Rússland vegna Sýrlands og Bandaríkin og Norður Kórea vegna Norður Kóreu.
Þótt það séu sem betur fer litlar líkur á að þessar deilur leiði til stríðsátaka skulum við vona að þeir sem geta haft áhrif á atburðarásina verði uppbyggilegir og lausnamiðaðir í tali og verki og kyndi ekki undir.
Til að minna á hvað ber að varast var rifjað upp atriði úr bresku grín-fréttaþáttunum The Day Today (því miður er ekki íslenskur texti):