- Advertisement -

Siggi Gunnars spáir þessum þjóðum áfram – Magga Frikka hundsvekkt

Útvarpsmaðurinn geðþekki Sigurður Þorri Gunnarsson er ekki hrifinn af umgjörðinni hjá Ítölunum í Eurovision. Honum finnst hún einfaldlega gamaldags.

Þetta kemur fram í færslu Sigga á Facebook og þar birtir hann jafnfram spá sína um þær þjóðir sem áfram komast úr riðlinum:

„Spáin af Hverfisgötu 85! Ekki sérstaklega góður riðill. Margt tæknilegt eins og árið sé 2005 – ertu að grínast með skjáinn (sólina)?! Eins og diskóljós á karaokebar í Romford í Essex á Englandi! Myndvinnsla og annað bara mjög, MJÖG gamaldags. Mínir menn á Rai ekki stuði….En spáin!

Albanía

Lettland

Ukraína

Holland

Moldavía

Portúgal

Ísland

Grikkland

Noregur

Armenía“

Ritstýran Margrét Friðriksdóttir, baráttukona gegn covid-19 sóttvarnaraðgerðum hér ´landi, er hins vegar ekki eins bjartsýn og Sigurður. Hún er einfaldlega hundfúl, eins og sjá má hennar færslu á Facebook:

„Í fyrsta skipti spái ég að Ísland verði í topp 10 neðstu sætunum, kannski ágætis dægurlag, en á enganvegin heima í Eurovision, það slappasta sem við höfum sent frá upphafi og þessi PC kúltúr keppanda er virkilega slæm landkynning og endurspeglar alls ekki viðhorf þjóðarinnar í heild sinni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: