Sigga Kling er flott kona - opin og heiðarleg og skemmtileg með afbrigðum. Hún hefur lent í lífsins öldusjó eins og flestir.

Fréttir

Sigga Kling reyndi sjálfsvíg með pillum: „Ég reyndi að drepa mig og fannst á stigagangi“

By Ritstjórn

June 24, 2022

Hin litríka Sigríður Klingenberg, betur þekkt Sigga Kling, opnaði sig upp á gát í þættinum Veislan á FM957.

Sigga var spurð hvort hún hafi lent í ástarsorg.

Og svarið var já.

„Já, þá var ég átján ára og ég reyndi þá að drepa mig. Þegar maður er ungur þá heldur maður að þessi ást, þessi fyrsta ást sé allt. Ég varð svo sorgmædd að ég var búin að safna saman pillum og át þær allar.“

Í örvæntingu sinni sagðist Sigga hafa verið búin að skrifa skilaboð til þeirra sem stóðu henni næst:

„Svo skreið ég einhvern veginn út úr húsinu og fannst svo á einhverjum stigagangi og var sett inn á bráðamóttöku.“

Sigga vill leggja áherslu á að það megi ekki og eigi ekki að vanmeta þessar sterku tilfinningar sem fólk geti fundið fyrir, til dæmis í ástarsorg:

„Þetta var hryllingur og ég man ekki eftir verri tilfinningum, samt hef ég nú lent í mörgu.“

Sigga segir ástæðuna fyrir því að hún deili reynslu sinni opinberlega vera þá að það séu alltof margir sem geri sér eitthvað slæmt í ástarsorg og að í þessari miklu vanlíðan geti fólk ekki alltaf gert sér grein fyrir því að hugsunin og upplifunin sé í raun og veru röng og í raun „rugl hugsun. Fólk þarf að muna að þetta er villa! Þetta er villa í hugarkerfinu!“