Sævar og Sigga Dögg.

Fréttir

Sigga Dögg og frumraunin með Sævari: „Ekki komin til að drekka kaffi, erum komin til að hafa mök“

By Ritstjórn

June 23, 2022

Kynfræðingurinn góðkunni,Sigga Dögg, og eiginmaður hennar, Sævar Eyjólfsson, voru gestir Ásgríms Geirs Logasonar í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása.

Sigga Dögg er án efa þekktasti kynfræðingur landsins, einnig er hún rithöfundur, fyrirlesari og svo margt fleira.

Maður hennar, Sævar, kemur frá Bolungarvík og er þótti liðtækur fótboltamaður.

Bæði eiga börn úr fyrri samböndum, en þau gengu í hjónabandHjónin í New York í síðasta mánuði; héldu svo aðra athöfn og veislu á Íslandi um síðustu helgi.

Hjónin skemmtilegu létu allt flakka í viðtalinu; til að mynda segir Sigga Dögg frá fyrsta skiptinu sem hjónin stunduðu kynlíf, en einnig að hún sé hrifin af kirkjugörðum.

Þáverandi parið var á öðru stefnumóti sínu; voru á leið í Vesturbæjarlaug og gengu í gegnum kirkjugarð og stoppuðu þar til að spjalla saman og fara í vænan sleik:

„Ég finn mikla ró í kirkjugörðum og elska kirkjugarða. Við sátum þarna í þessum kirkjugarði og vorum í sleik; líka í einlægu spjalli; ég var að segja honum hvað ég tel vera mína bresti og hvar ég er lítil í mér, bara mjög mikil einlægni á ferð. Svo sagði ég við hann: „Mér finnst mjög mikilvægt að vita hvenær við ætlum að sofa saman.“

Og hann svaraði:

„Já ákveður maður það, gerist það ekki bara?“

Ég bara: „Nei, þú býrð með dóttur þinni, ég á þrjú börn, við þurfum að skipuleggja þetta. Þetta gerist ekki að sjálfu sér og fræðin mín líka styðja ekki við það að þetta er eitthvað organískt flæði. Þannig þetta verður skipulagt.“

Og hann bara ókei og ég: „Nennir þú að opna calendarið þitt?“ segir Sigga Dögg og nefnir að hún notar „calendar“ í símanum sínum fyrir allt.

„Hann opnaði símann og ég sagði: „Hvað segirðu um annað kvöld klukkan átta?“

Þar með var það ákveðið.

Sævar sendi dóttur sína í bíó og Sigga Dögg kom til hans eftir vinnu.

„Ég hringdi í hann á leiðinni, var búin að halda marga fyrirlestra yfir daginn og spurði hvort ég mætti ekki fara í sturtu hjá honum. Ég mætti og Sævar var bara ógeðslega sætur og ætlaði að hella upp á kaffi. Ég stökk í sturtu um leið og ég kom til hans; svo kom ég fram og hann sneri baki í mig og var að vesenast í kaffinu; sneri sér svo við og þar stóð ég nakin.

Hann alveg: „Já! Ég var að gera kaffi handa okkur.“ Og ég alveg: „Við erum ekki komin til að drekka kaffi, við erum komin til að hafa mök.“

Sigga segir að „svo var þetta geggjuð stund, mjög falleg stund.

Þetta var pínu upphafið hjá okkar; við mætum gjörsamlega berstrípuð og berskjölduð til dyranna og sýndum alla okkar liti.“