- Advertisement -

„Sífullir“ berjast gegn Orkupakkanum

Hætt­an fylg­ir þó ekki bara Bjarti sjálf­um, drykkju­systkin­um hans og sálu­fé­lög­um. Hinir sem þegja og láta ruglið yfir sig ganga bera líka mikla ábyrgð. 

Er „Bjartur í Sumarhúsum“ nútímans sífullur? Benedikt Jóhannesson lætur hið minnsta að því liggja í grein sem skrifar í Mogga dagsins, þar sem hann meira en hnýtir í andstæðinga Orkupakkans.
Benedikt rifjar upp að eftir heimskreppuna um 1930 hafi sumar þjóðir kosið að einangrast. Hætta viðskiptum við aðra. Hver sem vill skilur sneiðina.

„Sjálf­stæði fólst í því að vera sjálf­um sér nóg­ur um allt, eng­um öðrum háður. Tor­tryggn­in leiddi smám sam­an til al­gjörr­ar firr­ing­ar. Sumt gott fólk sann­færðist um að ákveðnir hóp­ar væru óæski­leg­ir og sætu á svikráðum. Jafn­vel þeir, sem hvorki hötuðu né for­dæmdu þá of­sóttu, töldu viss­ara að þegja þunnu hljóði meðan of­stækið jókst stig af stigi,“ skrifar Benedikt og nálgast eigið umræðuefni óðfluga.

Benedikt skrifar stutta upprifjun: „Eft­ir hörm­ung­ar heims­styrj­ald­ar­inn­ar náði skyn­sem­in um hríð yf­ir­hönd­inni á Vest­ur­lönd­um. Sam­vinna þjóða jókst á ýms­um sviðum. Íslend­ing­ar báru gæfu til þess að taka þátt í fjölþjóðleg­um stofn­un­um sem unnu að því að all­ir sætu við sama borð, notuðu sömu regl­ur og hefðu sama rétt. Stund­um náði þjóðin sam­stöðu um aðild, um önn­ur fram­fara­skref urðu deil­ur. Oft­ast sner­ust sósí­al­ist­ar og arf­tak­ar þeirra á móti aðild, ekki síst vegna sam­stöðu með Sov­ét­ríkj­un­um sem þá voru óskalandið. Þeir eru enn á móti af göml­um vana. Alþjóðahyggja fyrstu komm­ún­ist­anna týnd­ist hér á landi. Fram­sókn­ar­menn gátu líka verið þvers­um, en oft­ast sáu ein­hverj­ir í þeirra röðum út fyr­ir ask­lokið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir tala í símatímum út­varps­stöðva, skamm­ast á sam­fé­lags­miðlum, rausa á bör­um og skrifa í Morg­un­blaðið.

Næst grípur hann til vopns sem meiðir, samanburð við Bjart í Sumarhúsum:

„Hall­dór Lax­ness seg­ir í Sjálf­stæðu fólki frá Bjarti bónda sem býr í ríki sínu í Sum­ar­hús­um, af­skekktu koti upp til fjalla. Allt hans líf gekk út á að verða öðrum óháður. Vil­hjálm­ur Bjarna­son, sem hef­ur orðið und­ir í alþjóðahyggj­unni í sín­um flokki, rifjaði um dag­inn upp lífs­skoðun Bjarts: „Maður er þó æv­in­lega sjálf­stæður heima í koti sínu. Hvort maður lif­ir eða drepst, þá kem­ur það aungvum við utan manni sjálf­um. Og ein­mitt í því álít ég að sjálf­stæðið sé fólgið.““

Þarna er jafnvel biðlað til Villa Bjarna. Hvað um það. Næst skrifar Benedikt um hinn sára endi í sjálfstæðisbaráttu Bjarts:

„Í bók­inni lend­ir Bjart­ur í hverju áfall­inu á fæt­ur öðru. Hann neit­ar að viður­kenna að heim­ur­inn hafi breyst og að bónda­býlið sé ekki sjálf­stætt ríki. Staðreynd­ir skipta engu máli, heim­ur­inn er eins og Bjart­ur sjálf­ur ákvað á sín­um tíma. Á end­an­um miss­ir hann allt og alla. En er alltaf sjálf­stæður.“

Ljóst er hvert stefnir í skrifum Benedikts. Leiðin liggur til dagsins í dag, til okkar samtíma.

„Í bók­inni var Bjart­ur fá­skipt­inn, en við heyr­um í Sum­ar­húsa­bænd­um sam­tím­ans á hverj­um degi. Þeir tala í símatímum út­varps­stöðva, skamm­ast á sam­fé­lags­miðlum, rausa á bör­um og skrifa í Morg­un­blaðið. Sí­fellt vara þeir okk­ur við hætt­un­um af öllu út­lendu og lýsa ham­ingj­unni sem fylg­ir því að sigla einn sinn sjó, búa sjálf­stæður í koti sínu. Hætt­an fylg­ir þó ekki bara Bjarti sjálf­um, drykkju­systkin­um hans og sálu­fé­lög­um. Hinir sem þegja og láta ruglið yfir sig ganga bera líka mikla ábyrgð. Leiðum þess vegna þvæl­una ekki hjá okk­ur held­ur mót­mæl­um þeim sem vilja stela framtíðinni.“

Úllala, kann einhver að segja. Hver eða hverjir eru „íðí“ þegar þeir tjá sig um Orkupakkann? Það er ekki drengilegt af Benedikt að tala ekki skýrar. Nú liggja margir undir grun um að vera sífullir.

Að lokum leggur stofnandi Viðreisnar til að frjálslynt fólk allra flokka sameinist, þá væntanlega í Viðreisn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: