- Advertisement -

Sífellt minni stuðningur við landbúnað

„Stuðningur við landbúnað og framlög til landbúnaðarmála hafa lækkað í mjög langan tíma í hlutfalli við landsframleiðslu, en ríkisstjórnin minnir okkur nú iðulega á að ræða málin í því samhengi. Þegar við tölum t.d. um vöxt báknsins þá hefur verið bent á að í samanburði við aukningu landsframleiðslunnar hafi báknið ekki stækkað svo mikið. En hvað með hlutdeild landbúnaðarins í útgjöldum ríkisins? Sú hlutdeild hefur lækkað jafnt og þétt og er nú kannski hálft prósent af landsframleiðslu eða um einn áttundi af því sem var fyrir kannski 30 árum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um stóreflingu innlendrar matvælaframleiðslu.

Í ræði sinni sagði hann einnig: „Íslenskir bændur á fjölskyldubúunum þurfa að keppa við risana í útlöndum sem ráða til sín vinnuafl í mörgum tilvikum á launum sem þættu alls ekki boðleg á Íslandi, sem nota aðferðir eins og þessa lyfjagjöf sem ég nefndi og ná gríðarlegri stærðarhagkvæmni með því að reka þetta sem nokkurs konar iðnað. Myndu menn ætlast til þess að einhver önnur atvinnugrein léti annað eins yfir sig ganga eins og ætlast er til af íslenskum landbúnaði? Ég held ekki að stjórnvöld teldu það hreinlega gerlegt að sýna öðrum atvinnugreinum aðra eins ósanngirni hvað varðar starfsaðstæður, hvað varðar stuðning ríkisins, hvað varðar samkeppnisstöðu við útlönd.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: