Siðleysi ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna
Gunnar Smári skrifar:
Fjárkúgun í boði ríkisstjórnar Katrínar og Bjarna. Ljóta Barbaríið sem þetta er orðið. Við lánum ykkur ef þið fáið inn nýtt fé gegn því skilyrði að starfsfólkið lækki launin.
Þar fyrir utan: Til hvers? Til hvers að bjarga félaginu Icelandair? Kaupsamningum um Max-vélar? Framvirka samninga um kaup á eldsneyti sem félagið tapar milljörðum á í hverri viku? Áhættulánum erlendra banka?
Til hvers er verið að beita fé úr almannasjóðum sem hvatningu til launalækkunar? Er ekki kominn tími til að þessi ríkisstjórn einbeiti sér að almannahagsmunum. Varðandi flugsamgöngur þá þarf ekki félagið Icelandair. Þvert á móti tryggir það betur samgöngur að klippa þetta félag frá, leyfa áhættufjárfestum og oföldum stjórnendum að sigla sinn sjó. Það er siðlaust af ríkisstjórninni að siga þessu liði á starfsfólkið.