- Advertisement -

Siðlausir sauðfjárbændur

Á þjóðveg­un­um drep­ast hundruð þeirra í bíl­slys­um á hverju sumri.

Kristín Magnúsdóttir landeigandi skrifar harðorða grein í Mogga dagsins. Kristín bers gegn lausagöngu búfjár.

„Við brottrekst­ur úr heima­tún­um verður búfé að vegarollum sem þvæl­ast sum­ar­langt í sveit­um í leit að gróna land­inu og gæðavatn­inu, sem eig­and­inn á skv. lög­um að tryggja þeim. Á þjóðveg­un­um drep­ast hundruð þeirra í bíl­slys­um á hverju sumri og eru marg­ar skild­ar eft­ir slasaðar í veg­könt­um. Það eru þó ekki ein­göngu kind­urn­ar sem missa líf, limi og heilsu þegar þær stökkva fyr­ir bíla á þjóðveg­um lands­ins því á hverju ári slasast þar tug­ir veg­far­enda þegar öku­menn í ör­vænt­ingu sveigja frá vegarollum og enda ferðalagið út í skurði eða fram­an á aðvíf­andi bíl­um. Í vond­um árum deyr fólk við að forðast árekst­ur við kind­ur á þjóðveg­um lands­ins,“ segir í grein Kristínar.

Nokkru síðar í greininni segir: „Til varn­ar siðleys­inu remb­ist þjóðin við að girða sauðkind­ur úti. Það er gert með því að girða alla þjóðvegi inni, girða skóg­rækt inni, girða ferðastaði inni, girða garðyrkju inni, girða þjóðgarða inni, girða nytja­tún inni, girða tóm­stunda­lönd inni, girða þétt­býli inni – þ.e. girða þarf allt og alla inni, af því roll­urn­ar valsa um úti. Þannig eyðir þjóðin hundruðum millj­óna króna ár­lega til að girða kind­ur úti. Að rétt­ara sé að fjár­bænd­ur noti girðing­ar til að girða skepn­urn­ar sín­ar inni er svo aug­ljóst að það þarf tals­mann kinda­eig­enda til að sjá það ekki.“

Niðurstaðan er þessi: „Ef þjóðir kepptu í sér­hags­muna­gæslu gætu ís­lensk stjórn­völd gert til­kall til verðlauna fyr­ir að hafa náð að viðhalda jafn ágeng­um og siðlaus­um sér­hags­mun­um fárra á kostnað rétt­ar­vit­und­ar al­menn­ings, ör­ygg­is veg­far­enda, dýra­vel­ferðar og eign­ar­rétt­ar land­eig­enda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: