- Advertisement -

Síðasti söludagur

Hvernig væri að bragða á matnum áður en honum er hent.

Þröstur Ólafsson skrifar:

Síðasti söludagur …..Það skýtur nokkuð skökku við að um leið og við alvopnun okkur með ísskápum og frystikistum gegn minnstu skemmdum á matvælum, þá virkar sterkasta auglýsing matvælaframleiðenda um síðasta söludag (NB. ekki síðasta neysludag) til meiri matvælasóunar en nokkur önnur auglýsing. Í æsku minni voru hvorki til ísskápar né frystikistur, en matur étinn þar til sást eða fannst á bragði að hann væri farinn að skemmast. Kannski átum við heilmikið af gerlum, sem ég hygg að hafi alla jafnan styrkt heilsu okkar en hitt. Einu vörurnar sem ástæða er til að vara við eru unnar kjötvörur. Þegar farið er að setja stimpil á flatbrauð og mjólk svo ekki sé talað um skyr, þá tekur steininn úr. Hvernig væri að bragða á matnum áður en honum er hent – í stað þess að treysta sölubrellu framleiðenda ?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: