- Advertisement -

Síðasta samtalið

-sme

Ég hef ekki lesið bók Guðjóns Friðrikssonar um Halldór heitinn Ásgrímsson. Á það eftir.

Ég var málkunnugur Halldóri í áratugi. Fyrsta sinn sem ég sá hann berum augum var á fundi í gamla félagsheimilinu í Ólafsvík. Það var árið 1983 og hann var að boða komandi kvótakerfi. Ég dáðist að hinum unga ráðherra. Ekki vegna þess sem hann sagði, alls ekki, en vegna þess hvernig hann sagði það. Átti í fullu tré við allt og alla. Þekkti málið svo vel að jafnvel orðhvössustu menn áttu ekki roð í hann.

Svo liðu árin. Ég varð blaðamaður og meðal annars þingfréttamaður árið 1991, bæði fyrir DV og fréttastofu Ríkisútvarpsins. Kynntist því Halldóri ágætlega.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Enn liðu árin. Halldór hrökklaðist úr pólitík og komst í skjól í Kaupmannahöfn. Varð framkvæmdastjóri Norrænu ráðherrandarinnar. Mánuðina fyrir hrun og eftir hrun fjallaði ég mjög um efnahagsmál. Var ritstjóri Mannlífs og startaði og var með Sprengisand á Bylgjunni.

Ég reyndi og reyndi að fá viðtal við Halldór. Hann neitaði og neitaði. Síðasta samtal okkar um það endaði þannig að hann sagðist ekki vilja viðtal. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann teldi danska blaðamenn vera fremri þeim íslenskum. Hér var allt í kalda koli, fólk svipt heimilum, landið stefndi æi gjaldþrot og svo framvegis. Svo ég spurði Halldór, þar sem hann segði danska blaðamenn fremri þeim íslensku, hvort  hann teldi það líka eiga við íslenska og danska stjórnmálamenn. Halldór kunni ekki að meta athugasemd mína og baðst undan frekari samtali.

Nokkrum árum síðar vorum við samferða í flugvél til Spánar og heim aftur. Við töluðum nokkuð mikið saman. Hann féllst á viðtal. Okkur fannst ekki liggja mikið á. En svo fór sem fór.

Sigmundur Davíð.
Halldóri leist ekkert á. Sagði flokkinn ekki vera þann flokk sem hann starfaði fyrir.

Í samtali okkar í tveimur flugstöðvum bar margt á góma. Fyrri erjur okkar voru settar til hliðar, eða grafnar. Sigmundur Davíð var formaður Framsóknarflokksins. Flokksþing hafði verið nokkru áður. Við töluðum um það. Ég spurði hvort hann hafi mætt á flokksþingið. Það hafði hann gert. Einungis til að hitta gamla vini. En hvað þótti honum  um Framsóknarflokk Sigmundar Davíðs? Halldóri leist ekkert á. Sagði flokkinn ekki vera þann flokk sem hann starfaði fyrir. Lengi sem varaformaður og síðar sem formaður í þrettán ár. Formaðurinn fyrrverandi leyndi ekki vonbrigðum sínum.

Við töluðum mikið um Framsókn. Á einum stað í samtalinu nefndi ég Guðna Ágústsson og sagði, sem var, að Guðni hafi verið formaður Framsóknarflokksins.

Halldór Ásgrímsson sagði það ekki rétt. Neitaði að Guðni hafi verið formaður. Ég þrætti. Þá sagði hann að Guðni hafi aldrei verið kjörinn formaður. Hann hafi tekið við formennsku þar sem hann hafi verið varaformaður þegar formaður sagði af sér. Það væri ólíkt sinni þrettán ára formennsku.

Víst er að Halldór var mjög ósáttur með hvaða leið Framsóknarflokkurinn fór síðustu ár. Ekki síst vegna kúvendingarinnar í Evrópumálunum.

Fleira úr samtali okkar vil ég ekki opinbera.

-sme

Hér er fimm ára gömul frétt um kúvendingu Framsóknar:


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: